Fyrirspurn
Óseyrarbraut 6 er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við því, og skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.03.11. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Fram kemur að byggingarstjóri Sigurður Bjarnason hafi skráð sig af verki árið 2005, og enginn ráðinn í hans stað. Allar framkvæmdir eftir það eru því á ábyrgð eigenda. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 04.07.12 skylt að ráða byggingarstjóra sem sækti um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Reyndarteikningar voru samþykktar 22.08.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi veitti eigendum 28.11.12 frest til 01.01.13 að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan þess tíma. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.