Óseyrarbraut 40A, byggingarstig og notkun
Óseyrarbraut 40A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 538
26. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Óseyrarbraut 40A, er skráð á bst 4, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Hvorki hefur verið tekið út fokheldi né lokaúttekt á húsinu, sem er brot á lögum um mannvirkinr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 15.03.12 dagsektir á eigendur Vélsmiðju Orms ehf. Á fundi 29.10.14 var bókað að húsið væri ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir yrðu sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar. Brugðist var við athugasemd um brunatryggingu og húsið hefur nú verið brunatryggt fram til áramóta. Lagt fram bréf lögmanns dags. 18.11.2014 þar sem lögmæti dagsektanna var dregið í efa. Lagt fram bréf sviðsstjóra/skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25.11.2014 þar sem öllum þeim staðhæfingum er svarað. Í viðhengi eru bréf o.fl. úr málaskrárkerfi byggingarfulltrúa .
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi telur dagsektirnar fullkomlega lögmætar og allar stjórnssýslureglur hafa verið virtar, þannig að dagsektirnar verða sendar til innheimtu verði ekki brugðist við erindinu hið snarasta.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 187132 → skrá.is
Hnitnúmer: 10070819