Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun
Brekkutröð 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 520
23. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Við lokaúttekt kom í ljós að nánast allir eigendur eru búnir að gera ólögleg milliloft. Einnig vantar upp á brunavarnir í húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.03.13 eigendum skylt að skila inn réttum uppdráttum af húsinu með samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins innan fjögurra vikna eða fjarlægja milliloftin að öðrum kosti. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði erindið 14.08.13 ásamt því að sækja um lokaúttekt innan sex vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Magnús Guðmundsson og sömu upphæð á eigendur: Epoxy flex gólflagnir ehf, Snittvélin sf, Halldór Ólafsson, Skin ehf, Gunnar Hjaltalín, Berglind ehf, Ólafur Guðmundsson, Hólmgeir Guðmundsson, Þórður Rúnar Magnússon, Suðurskel ehf og Rausn ehf frá og með 01.09.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.