Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Magnús Guðmundsson og sömu upphæð á eigendur: Epoxy flex gólflagnir ehf, Snittvélin sf, Halldór Ólafsson, Skin ehf, Gunnar Hjaltalín, Berglind ehf, Ólafur Guðmundsson, Hólmgeir Guðmundsson, Þórður Rúnar Magnússon, Suðurskel ehf og Rausn ehf frá og með 01.09.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.