Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun
Brekkutröð 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 528
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Dagsektir voru boðaðar með bréfi frá Skipulags-og byggingarfulltrúa 06.08.2014 frá og með 01.09.2014. Bréf barst frá Ólafi Gumundssyni 10.09.2014 þar sem m.a. er lögð fram verkáætlun.
Svar

Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar dagsektum til 15.október 2014 til samræmis við framlagða verkáætlun. En minnir jafnframt á að verði ekki brugðist við fyrir þann tíma þá munu áður boðaðar dagsektir koma í framkvæmd skv. 56 grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Bréfritara er bent á skilgreiningu Þjóðskrár á fokheldi: "Mannvirki telst fokhelt þegar þak hefur verið klætt vatnsverju og glugga- og dyraop verið gustlokað. Við fokheldi reiknast verðmæti mannvirkis inní fasteignamatið." Ekki er heimilt að taka hús í notkun við fokheldi og ekki fyrr en öryggisúttekt eða lokaúttekt hafa farið fram skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.