Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan 3 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun um að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: "Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra".