Eyrartröð 13, byggingarstig og notkun
Eyrartröð 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 393
18. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Boðað var til lokaúttektar 03.02.11. Byggingarstjóri var ekki á staðnum og engar samþykktar teikningar. Við lauslega skoðun á húsinu virtust öryggismál ekki vera í lagi. Lokaúttekt var framkvæmd 03.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120344 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030789