Grandatröð 3a og b, byggingarstig og notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 416
4. júlí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Grandatröð 3a og 3b eru skráð á bst. 4 og mst 8, þrátt fyrir að mhl virðist vera fullbyggðir og hafi verið teknir í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Stöðuúttekt vegna byggingarstjóraskipta 09.05.11 sýnir að húsið þarfnast lagfæringa við. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum skylt að sjá til að lokið verði við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir lokaúttekt. Frestur var veittur til 01.06.12, en ekkert hefur gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín til eigenda hússins að gera umtalaðar lagfæringar og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.