Hvaleyrarbraut 27, byggingarstig og notkun
Hvaleyrarbraut 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 557
15. apríl, 2015
Annað
‹ 19
20
Fyrirspurn
Hvaleyrarbraut 27 er skráð á bst. 4 og mst 8, þ.e. 3 af 10 eignum en það vantar lokaúttekt á húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 18.01.12 skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Frestur var veittur til 01.10.12, en ekki hefur verið brugðist við málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurð H Ragnarsson og sömu upphæð á hvern eiganda þar sem ólokið er við lokaúttekt: Barkasuða Guðmundar ehf, F 21 ehf og Streymir ehf frá og með 15.07.13 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Frestur var veittur til 01.09.13, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi mun setja dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og ofan greinda eigendur í innheimtu frá og með 01.06.15, og leggur einnig sömu dagsektir á aðra eigendur frá sama tíma, Tornet og Bátaraf, verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 174221 → skrá.is
Hnitnúmer: 10064097