Hvaleyrarbraut 29 byggt 2001 er skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt), þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Sigurð Hjálmar Ragnarsson frá og með 15. apríl 2012.
Svar
Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.