Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun
Hvaleyrarbraut 33
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 537
19. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Hvaleyrarbraut 33 er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 18.06.14 dagsektir á byggingarstjóra Runólf Þór Ástþórsson og sömu upphæð á eigendur Skor ehf, Gunnar Óla Pétursson, K467 ehf og Hvaleyrarbraut 33 ehf frá og með 01.08.14. Komið hefur í ljós að Runólfur Þór Ástþórsson sagði sig af verkinu 2012.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar miðvikuudaginn 10 des 2014 kl. 15:00. Eigendum er skylt að veita skoðunarmanni aðgang að öllum rýmum í samræmi við 37. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir á Runólf Þór Ástþórsson eru felldar niður.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121119 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033448