Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun
Hvaleyrarbraut 33
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 416
4. júlí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Hvaleyrarbraut 33 er skráð á bst. 4 og mst 8, 2 eignir af 6 eru skráðar á mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra 01.12.10 skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Lokaúttekt synjað þar sem byggingarstjóri mætti ekki, en eigendur voru þó á staðnum. Bréf var ekki sent á byggingarstjóra og ekki liggur fyrir hvort eigendur hafi látið hann vita af úttektinni.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 11.08.2012 kl. 14:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121119 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033448