Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna sem komi öryggismálum í lag og sæki um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum í lögum um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja á um úrbætur.