Melabraut 24, byggingarstig og notkun
Melabraut 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 575
19. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Melabraut 24 er skráð á bst 4 og mst 7 og 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Enginn byggingarstjóri er á húsinu. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 23.07.15 skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna sem kæmi öryggismálum í lag og sæki um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum í lögum um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja á um úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121854 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036032