Melabraut 27, byggingarstig og notkun
Melabraut 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 477
11. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Melabraut 27 er skráð á bst/mst 1, byggingar- og framkvæmdarleyfi, þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og búið að taka í notkun. Vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Dagsektir áður lagðar á, en frestur veittur 01.05.11 teikningar á leiðinni að sögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að skila umræddum teikningum innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um fokheldisúttekt og lokaúttekt. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Dagsektir lagðar á 01.03.12 en frestað þar sem byggingarstjóri sagðist 02.04.12 vera að undirbúa úttekt. Ekkert hefur gerst síðan í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir egianda skylt að skila inn leiðréttum gögnum sem standast ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna munu áður boðaðar dagsektir koma til framkvæmda á eigendur og byggingarstjóra.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121857 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036035