Kirkjugarður stækkun til norðurs deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
9. liður í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26. júní sl. Tekin fyrir að nýju beiðni Kirkjugarðs Hafnarfjarðar um stækkun til norðurs á svæði milli Stekkjarkinnar og Reykjanesbrautar. Fulltrúi kirkjugarðanna Arnór Sigurðarson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mættu á fundinn og kynntu stöðu málsins. Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að undirbúa vinnslu á tillögu að deiliskipulagi svæðisins og taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir stækkun kirkjugarðs Hafnarfjarðar á svæði milli Stekkjarkinnar og Reykjanesbrautar og felur Skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu og undirbúa vinnslu á tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.