Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum frest í fjórar vikur til að skila inn leiðréttum uppdráttum og sækja um fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra jafnframt skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt og lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Verði ekki brugðist við þessu mun byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.