Dalshraun 8, byggingarstig og notkun
Dalshraun 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 392
11. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Dalshraun 8, mhl 03 er skráður á bst/mst 1 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Það vantar fokheldis og lokaúttekt. Fokheldisúttekt fór fram en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Frestur var veittur til 01.10.11. Byggingarstjóri sagði sig af verkinu. Reyndarteikningum frestað 12.09.11.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum frest í fjórar vikur til að skila inn leiðréttum uppdráttum og sækja um fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra jafnframt skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt og lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Verði ekki brugðist við þessu mun byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120259 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030045