Trönuhraun 7 mhl 03, byggingarstig og notkun
Trönuhraun 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 576
26. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lokaúttekt var framkvæmd 09.02.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og brunavörnum er áfátt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.07.14 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eigend í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122753 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026852