Eyjólfur Sæmundsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn heimilar Hafnarfjarðarhöfn að taka að láni allt að 200 milljónir kr. til þriggja ára hjá Íslandsbanka og bera á því láni ábyrgð. Bæjarstjóra, Guðmundur Rúnari Árnasyni eða staðgengli hans, Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni er ásamt Má Sveinbjörnssyni, hafnarstjóra, heimilað að undirrita lánssamning fyrir hönd hafnarinnar og bæjarins." Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.