Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Gert stutt fundarhlé. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu frá hafnarstjórn með 9 atkvæðum, 2 sátu hjá. Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú er komin upp þegar skilyrði til endurfjármögnunar láns til Hafnarfjarðarhafnar er að allir fastafjármunir hafnarinnar séu veðsettir, er brýnt að leitað verði leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki síst þar sem annað lán sem hvílir á höfninni að fjárhæð 800 milljónir króna er á gjalddaga í byrjun næsta árs. Mikilvægt er að þessi vinna hefjist sem fyrst því ekki eru fyrir hendi fleiri eignir til veðsetningar. Ennfremur ber að reikna út og fá mat á því hve miklar tekjur aukin umferð um höfnina, í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík sem nú stendur yfir, muni skila." Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign) Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). Gert stutt fundarhlé. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Bráðabirgðauppgjör fyrir Hafnarfjarðarhöfn er í samræmi við áætlanir fyrir árið 2010. Við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 var bæði leitast við að draga úr kostnaði og auka tekjur hafnarinnar. Þessi mál eru því í eðlilegum farvegi á vettvangi hafnarstjórnar. Hvað varðar tekjur vegna núverandi stækkunar álversins í Straumsvík liggur það fyrir að þær munu aukast hlutfallslega í samræmi við framleiðsluaukningu. Höfnin hefur þar að auki óskað eftir heildarendurskoðun á þeim hafnarsamningi sem er í gildi við fyrirtækið en hann rennur úr gildi í júní 2014." Eyjólfur Sæmundsson (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).