Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögur um gjaldskrár. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Geir Jónsson tók til máls. Þá Guðmundur Rúnar Árnason. Kristinn Andersen kom að andsvari. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna sorphirðu og hreinsunar taðþróa. Sorphirðugjald verður kr. 17.000 á hverja tunnu og taðþróargjald kr. 10.420 á hverja stíu í hesthúsi." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að leigugjald á íbúðum Húsnæðisskrifstofu Hafnafjarðar verði kr. 904 á hver fermetra." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Vatnsgjald verður 0,11% af heildar fasteignamati og notkunargjald skv. mæli á hvern rúmmetra vatns verður kr. 18." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fráveitu Hafnarfjarðar. Fráveitugald verður 0,16% af heildarfasteignamati." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fræðsluráðs um breytingar á gjaldskrá leikskóla." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fræðsluráðs um gjald fyrir skólamáltíðir." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sem lagðar voru fram í bæjarráði 4. 11. sl., gjaldskrá vegna hundahalds og gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunareftirlits." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.