Fjóluás 20A, byggingarstig og úttektir
Fjóluás 20A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 575
19. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Húsið er á byggingarstigi 2, þrátt fyrir að það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttekt innan vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 04.12.12 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda var skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.08.13 byggingarstjóra og eiganda skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Ekki var brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur og byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207518 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121305