Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar til laga um mannvirki nr. 160/2010 þar sem segir að ekki sé heimilt að taka hús í notkun nema fram hafi farið öryggisúttekt (stöðuúttekt skv. eldri byggingarreglugerð). Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um öryggisúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.