Steinhella 8, lokaúttekt
Steinhella 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 411
30. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lokaúttekt var framkvæmd 23.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.03.12 byggingarstjóra ítrekað skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á hvern eigenda og byggingarstjóra Júlíus Helga Jónsson frá og með 1. júlí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189897 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075947