Skipulags- og byggingarráð þakkar þeim aðilum sem sæti áttu í vinnuhópnum sem og öllum íbúum sem tóku þátt með því að koma með ábendingar og tillögur fyrir sitt framlag og vísar skýrslunni til skoðunar í nýstofnuðu Umhverfisteymi og þá sérstaklega með tilliti til kostnaðar.
Ennfremur leggur ráðið áherslu á að við alla skipulagsvinnu á vegum bæjarins verði sérstaklega hugað að fjölbreyttum samgöngum og góðum tengingum við nágrannasveitarfélögin enda verði vistvænar samgöngur einn þeirra þátta sem sérstaklega verður tekin til endumats í endurskoðun aðalskipulags fyrir Hafnarfjörð.