Hjólreiðastígar, starfshópur um skipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 265
4. janúar, 2011
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 17.12.10 var samþykkt að koma á sameiginlegum starfshópi frá skipulags- og byggingaráði og framkvæmdaráði auk staðardagskrárfulltrúa, sem haldi utan um vinnu hópsins, til að greina núverandi ástand hjólreiðastíga í Hafnarfirði og leggja fram mögulegar tillögur að bættum hjólasamgöngum og framkvæmdaáætlun til 5 ára. Starfshópurinn skili skýrslu til skipulags- og byggingaráðs og framkvæmdaráðs í apríl 2011. Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir hópinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindisbréfið. Fulltrúar skipulags- og byggignarráðs í hópnum eru Gestur Svavarsson, til vara Gunnar Axel Axelsson, og Jóhanna Fríða Dalkvist, til vara Rósa Guðbjartsdóttir.