Selvogsgata 21.Ólöglegar framkvæmdir.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 351
9. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Kvörtun barst þann 3.janúar 2011 þar sem fram kemur að burðarveggir sem eru á samþykktri teikningu af Selvogsgötu 21 hafa verið fjarlægðir án leyfis. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 05.01.11 eiganda skylt að tryggja burðargetu hússins á viðeigandi hátt og sýna fram á að svo hafi verið gert. Eiganda bæri að færa húsið í fyrra horf eða að öðrum kosti leggja fram teikningar af breytingunum með fullnægjandi sérteikningum af burðarvirki hússins. Gera bæri viðeigandi ráðstafanir innan fjögurra vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki bruðgist við þeim innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda neðri hæðarinnar í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.