Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1653
23. febrúar, 2011
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
Fundargerð framkvæmdaráðs frá 16.febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 14.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febr. sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 9.febr. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 17.febr. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15.febr. sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.jan. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.febr.sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4.febr. sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.febr. sl.
Svar

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 1. lið - Rekstrarúttekt -, 2. lið - Leikskólagjöld, fyrirspurn - og 5. lið - Hraunvallaskóli, skólastjóri - í fundargerð fræðsluráðs frá 14. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 14. febrúar sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 14. janúar sl.   Guðmund Rúnar Árnason vék af fundi kl. 15:30. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn.   Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 14. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.   Forseti tók við fundarstjórn að nýju.   Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni.   Valdimar Svavarsson tók til máls undir 8. lið - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2009 - í fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar sl. og 2. lið - Auðlindastefna - í fundargerð umhverfisnefndar frá 9. febrúar sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 8. lið í fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar sl. og 1. lið - Niðurgreiðslur íþrótta- og tómstunda - drög að reglum - í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Geir Jónsson tók til máls undir 4. lið - Niðurgreiðslur íþrótta- og tómstunda - reglur - í fundargerð fjölskylduráðs frá 16. febrúar sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 8. lið í fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið - Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur - í fundargerð bæjarráðs frá 17. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð í fræðsluráðs frá 14. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni.   Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Í bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags 9. febrúar 2011 kemur skýrt fram að skilyrði þess að takast megi að koma böndum á fjármál bæjarfélagsins sé að áætlanir áranna 2011 til 2014 standist og gott betur. Sjálfstæðismenn hafa lengi varað við þeirri þróun sem verið hefur í fjármálum sveitarfélagsins og ljóst að taka hefði þurft fyrr á og hagræða  í rekstri sveitarfélagsins. Fjölmörg tækifæri til hagræðingar hafa farið forgörðum og ljóst að á síðasta ári mun rekstur málaflokksins fræðslumál fara allt að 700 milljónir króna fram úr áætlun ársins 2010. Það er óviðunandi. Nýleg úttekt Haraldar Haraldssonar á rekstri þriggja skóla í Hafnarfirði sýnir að í fræðslumálum sem og öðrum málaflokkum er hægt að bæta rekstur og hagræða og ljóst að víða hefði mátt gera betur á síðastliðnum árum. Ekki síst  vekur athygli að eftirlit og eftirfylgni áætlana hefur ekki verið sem skyldi. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn ítreka mikilvægi þess að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins og taka undir varnaðarorð í bréfi eftirlitsnefndarinnar með fjármálum sveitarfélaga þar sem segir að til að ná áætlun um aukna framlegð verður sveitarstjórn að fylgja í einu og öllu áformum sínum svo tilætluðum árangri verði náð." Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). Gert stutt fundarhlé.  Guðrún Ágústa tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja benda á að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 var gott samstarf oddvita allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hafa því allir flokkar haft jöfn tækifæri til að koma á framfæri tillögum að hagræðingum. Efnahagshrunið haustið 2008 gerbreytti rekstrar- og skuldastöðu sveitarfélaga. Á undanförnum misserum hefur verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða í rekstrinum.  Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga staðfestir með óyggjandi hætti, að mikill árangur hefur náðst í að snúa þessari stöðu við. Fram kemur, að gangi fjárhagsáætlun ársins 2011 eftir, þá sé um að ræða ásættanlega þróun í endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins og að Hafnarfjarðarbær geti  til framtíðar staðið við skuldbindingar sínar." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmunsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).