Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1667
26. október, 2011
Annað
‹ 7
6
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 20.okt. sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.okt. sl. b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11.okt. sl. c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 3. og 17.okt sl. d. Fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.sept. og 12. okt. sl. Fundargerð skipulags-og byggingaráðs frá 18.okt. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.okt. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.okt. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.okt.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 17.okt. sl.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 7. lið - Fyrirspurn, bæjarráð 20.10.2011 - í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Guðrún Ágúsa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls undir 3. lið - Hafnarborg, Listaverk í almenningsrými - í fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11. október sl., 3. lið - Hellisgerði, hollvinasamtök - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. október sl. og 4. lið - Pappafleytiband - Bylgja - í fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 17. október sl. Geir Jónsson tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 1. lið - Hringbraut 16, Bryndísarsjoppa - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. október sl.

Valdimar Svavarsson vék af fundi kl. 17:45. Í hans stað mætti Ólafur Ingi Tómasson.

Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst það óásættanlegt að hafa verið meinað um að setja endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar. Einnig er það með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans hafi hvorki verið upplýstir um að fulltrúar Depfa-bankans væru komnir til landsins til viðræðna við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar né boðið að eiga sinn fulltrúa á fundinum sem nú stendur yfir. Undanfarna mánuði hafa fjármál Hafnarfjarðar og fyrirhuguð endurfjármögnun lána bæjarins verið mikið til umræðu í bæjarstjórn og bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að leitað yrði eftir nýjum samningum við Depfa og aðra lánadrottna með framtíðarhagsmuni bæjarbúa í huga. Að fundur með fulltrúum Depfa skuli haldinn í dag kemur fulltrúum minnihlutans algjörlega í opna skjöldu og sýnir svo ekki verður um villst að svokallað samráð og samstarf meirihluta Samfylkingarinnar og Vinstri grænna við aðra kjörna bæjarfulltrúa er einungis í orði en ekki í borði."

Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðfinna Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu sinni á málflutningi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðræður bæjaryfirvalda við lánadrottna bæjarfélagsins vegna endurfjármögnunar eru í eðlilegum og réttum farvegi og bæjarstjóri nýtur fyllsta trausts og stuðnings til að tryggja hagsmuni bæjarins og bæjarbúa í hvívetna."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).