Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1666
12. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.okt. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.okt. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.sept. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.okt. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 3.okt. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 6.okt. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 4.okt.sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.sept. sl.
Svar

Kristinn Andersen tók til máls undir 9. lið - Endurfjármögnun lána - í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 10. lið - Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 5. október sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Þá tók til máls Ólafur Ingi Tómasson undir 1. lið - Áætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 2012 - í fundargerð hafnarstjórnar. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 2. lið - Leikskólarými, mat á þörf - og 7. lið - Forvarnir á fræðslusviði - í fundargerð fræðsluráðs frá 3. október sl. og 12. lið - Sveitarstjórnarlög, 726. mál - í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigurlaugar Önnu Jóhannsdóttur. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, 5. lið - Ásland 3, frágangur - 9. og 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. október sl. og 2. lið - Umhverfisteymi, erindisbréf - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 5. október sl.

Kristinn Andersen kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksins í bæjarráði 6. október sl., þar sem lagt er til að hafin verði vinna við að gera raunhæfa áætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ til að mæta skuldbindingum sínum og á sama tíma uppfylla skyldur sveitafélagsins um lögboðna þjónustu til íbúanna.

Færustu sérfræðingar verði sem fyrst fengnir til gera fjárhagslega endurskipulagningu á heildarskuldbindingum Hafnarfjarðarbæjar og hefja vinnu við að endursemja við kröfuhafa um uppgjör skulda sveitarfélagsins. Í slíku uppgjöri verði gerð heildstæð áætlun um raunhæfa greiðslugetu bæjarfélagsins, bæði í fjárhagslegu og lagalegu tiliti, en mikilvægt er að lánadrottnum verði ekki mismunað í slíku uppgjöri.

Auk fjárhagsskoðunar fari fram lögfræðileg skoðun á öllum þeim möguleikum sem bærinn hefur til þess að semja við kröfuhafa sína af hálfu lögmanna sem hafa reynslu af slíkum víðtækum samningum."

Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign)
Ólafur Ingi Tómasson (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dæmir sig sjálf. Enn á ný bóka þeir um verkefni sem eru í gangi og hafa verið um langt skeið, í stað þess að leggja eitthvað nýtt og uppbyggilegt til málanna. Þau verkefni sem hér er ýjað að, hafa verið í gangi undanfarna mánuði, bæði fjárhagslega og lagalega. Þar hefur Hafnarfarðarbær notið ráðgjafar færustu sérfræðinga og lögfræðinga. Margendurteknar bókanir Sjálfstæðismanna þjóna ekki hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar heldur draga úr trausti á bæjarfélaginu og kasta óverðskuldað rýrð á vinnu starfsfólks og þeirra sérfræðinga sem unnið hafa með Hafnarfjarðarbæ."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign)