Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1650
12. janúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fundagerð bæjarráðs frá 6.jan. sl. a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 22. des. og 5.jan. sl. b. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 13.des.sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.jan. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15.des. sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 5.jan. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 3.jan. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.jan. sl.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið - Lán frá Íslandsbanka til endurfjármögnunar láns Bayerische Landesbank - fundargerð hafnarstjórnar frá 22. desember sl. Staðgengill bæjarstjóra, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 5. lið - Sjálfstæðisflokkurinn, bókun - í fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar sl. og 1.lið - Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar - í fundargerð fjölskylduráðs frá 5. janúar sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu rósu Guðbjartsdóttur. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 5. janúar sl. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 4. lið - Félagsþjónusta sveitarfélaga, framfærsla og 6. lið - Nöfn atvinnusvæða, tillaga - í fundargerð bæjarráðs frá 6. janúar sl. Staðgengill bæjarstjóra, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar.  Forseti tók við fundarstjórn. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. janúar sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 5. janúar sl.