Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1656
6. apríl, 2011
Annað
‹ 1
2
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.mars sl. a.Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 23.mars sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.mars sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25.mars sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 30.mars sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 28.mars sl. Fundargerð bæjarráðs frá 31.mars sl.
Svar

Valdimar Svavarsson tók til máls undir 4. lið - Árshlutauppgjör 2011 - og 5. lið - Ársreikningur, endurskoðun 2010 - í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. og 4. lið - Hjúkrunarheimili á Völlum - í fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. mars sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. mars sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 3. lið - Rekstur húsnæðis Hafnarfjarðarbæjar - og 4. lið í fundargerð framkvæmdaráðs og 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen tók til máls undir 4. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. mars sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. mars sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 4. og 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 3. og 4. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 30. mars sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. og 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars sl. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 8. lið - Sundhöll Hafnarfjarðar, breytingar - í fundargerð fjölskylduráðs frá 28. mars sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 6. lið - Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur - og 3. lið - Strandgata 8-10, húsnæðismál - í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars 2011. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 31. mars 2011. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.   Gert stutt fundarhlé.   Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram, f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi bókun:   "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir  áhyggjum sínum af því að enn liggi ekki fyrir endurfjármögnun á láni  bæjarins til Depfabank að fjárhæð 4,3 milljarðar sem er á gjalddaga á morgun, 7. apríl 2011.  Málalyktir munu hafa veruleg áhrif á  fjárhagsstöðu bæjarfélagins og samskipti við lánadrottna til framtíðar.   Að auki er fjármagnstekjuskattur sem var á gjalddaga í nóvember 2010  að fjárhæð  um 800 milljónir króna gjaldfallinn. Bæði þessi mál þarf að leysa strax og farsællega fyrir bæjarsjóð."   Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).   Gert stutt fundarhlé.   Fundi framhaldið og slitið.