Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1662
29. júní, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 23.júní sl. a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 16.og 21. júní sl. b. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.febr. og 24. mars sl. c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 30.maí sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.júní sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21. júní sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.júní sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 22.júní sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 20.júní sl.
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 3. lið - Endurfjármögnun lána - í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Valdimar Svavarsson tók til máls undir sama lið og að auki 5. lið - Krýsuvík, orkurannsóknir - í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Rósa Guðbjartsdóttir og Geir Jónsson tóku til máls undir fyrrnefndum 3. lið í fundargerð bæjarráðs auk þess sem Geir tók til máls undir 4. lið - Sólvangur - í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson tók við fundarstjórn. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 2. lið - Strætó - Álftanes - í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

Valdimar Svavarsson kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafa áhyggjur af því að lán bæjarsjóðs hjá DEPFA bank séu enn í vanskilum frá því í byrjun apríl. Sjálfstæðismenn vona að endurfjármögnun klárist hið allra fyrsta og að þannig verði eytt þeirri óvissu sem er í fjármálum sveitarfélagsins. Það er aftur á móti ljóst að hvernig sem þeirri vinnu lýkur þá munu vaxtagjöld bæjarins aukast verulega og þar með kreppa enn að rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna aukins vaxtakostnaðar mun að öllum líkindum nema allt að 500 milljónum króna. Það samsvarar t.d. rekstri um 5 leikskóla. Jafnframt skipta skilmálar lána miklu því líklegt er að endurfjármögnun muni binda hendur sveitarfélagsins til frekari skuldsetningar og fjárfestinga á næstu árum og jafnvel áratugum. Sjálfstæðismenn ítreka því að forsenda þess að bærinn standi undir skuldbindingum sínum er sú að áætlanir standist á næstu mánuðum og árum.
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðmundur Rúnar Árnason lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Verkefnin framundan felast í að ljúka við endurfjármögnun lána sveitarfélagsins og styrkja þar með stöðu þess. Nú sér fyrir endann á því verkefni, með því að Hafnarfjörður vinnur að því að endurfjármagna öll lán sveitarfélagsins hjá Depfa banka og draga þannig úr gengisáhættu og endurfjármögnunarþörf næstu ára. Eftir endurfjármögnunina gerbreytist staða Hafnarfjarðar, eins og fram kemur í skýrslu Reitunar um lánshæfi Hafnarfjarðar. Þar kemur m.a. fram, að fjárhagsáætlanir næstu ára eru varfærnar og miðast við núverandi efnahagsástand. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúa eða lóðasölu svo neinu nemi og því augljóst að um leið og efnahagslífið réttir úr kútnum, mun fjárhagur Hafnarfjarðar breytast mjög hratt til batnaðar."
Hörður Þorsteinsson (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),
Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)