Sjálfstæðisflokkurinn, bókun 3.1.2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3279
6. janúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandir bókun: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði lýsa yfir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum og tekjutengingu leikskólagjalda sem að auki er enn óútfærð. Þetta veldur óvissu og áhyggjum í hópi foreldra og starfsfólks enda um umtalsverða breytingu á kjörum og afkomu þessara hópa að ræða. Nú þegar fara tekjutengingar vaxandi í skattkerfi og velferðarkerfi landsmanna og róðurinn þyngist sífellt hjá þeim fjölskyldum í Hafnarfirði sem ná að auka við sig vinnu til að ná endum saman. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að óvissunni verði eytt hið fyrsta."
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað: "Í hinu nýja fyrirkomulagi felst að það eru tekjur fjölskyldna sem ráða því hvort og þá að hversu miklu leyti þau njóta afsláttarkjara og er um leið horfið frá því að miða afslætti við ákveðna þjóðfélagshópa. Þannig er þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru beint til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta teljum við réttlátara fyrirkomulag. Verið er að leggja lokahönd á viðmiðunarreglur og er gert ráð fyrir því að þær verði kynntar vel fyrir öllum hluteigandi, en gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. mars nk."
Svar