Vegatollar, ályktun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1650
12. janúar, 2011
Annað
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:   " Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir fyrirhuguðum áformum um vegtolla sem ráðherra samgöngumála hefur sett fram.  Frekari skattlagning á vegaframkvæmdir í formi vegtolla á akstur bifreiða til og frá höfuðborgarsvæðisins eru með öllu óásættanlegar fyrir landsmenn sem geta ekki tekið á sig frekari byrðar."   Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Kristinn Andersen (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign)   Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa tillögu að ályktun til frekari afgreiðslu í bæjarráði. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar.   Gert stutt fundarhlé.    Gengið til atkvæðagreiðslu um að framlagðri tillögu að ályktun verði vísað til afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til afgreiðslu í bæjarráði með 6 atkvæðum, 5 voru á móti.