Vegatollar, ályktun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3280
20. janúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktun um vegatolla sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 12. janúar sl. og vísað til bæjarráðs.
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi: "Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna fagnar þeirri ákvörðun ríkistjórnarinnar frá 10. desember sl. að ráðast í miklar samgöngubætur á næstunni, m.a. í tengslum við Reykjanesbraut suður fyrir Straum. Eðlilegt er að stjórnvöld skoði alla möglega kosti til fjármögnunar slíkra þjóðhagslega mikilvægra verkefna. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu efla þær atvinnugreinar sem hvað verst hafa farið út úr hruninu og skapa grundvöll fyrir enn frekari atvinnu- og verðmætasköpun í samfélaginu. " Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókar eftirfarandi: "Ítrekuð er andstaða við þær hugmyndir sem nú eru uppi um vegatolla sem virðast fela í sér aukna skattheimtu á landsmenn."