Hellubraut 7, byggingamál
Hellubraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 274
10. maí, 2011
Annað
Fyrirspurn
Gunnar Hjaltalín óskaði í bréfi dags. 10. janúar 2010 til skipulags- og byggingarsviðs annars vegar að heimilað yrði að byggja tveggja hæða hús á lóð nr. 5 við Hellubraut skv. skilmálum og innan þeirra lóðamarka sem skipulagið segir til um. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í byggingu tveggja hæða húss þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari gögnum, skýringar hafa borist. Hins vegar að að heimilað verði að rífa niður eða flytja hús á lóð nr. 7 við Hellubraut. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Húsafriðunar ríkisins. Neikvæð umsögn hefur borist, dags. 09.03.11.
Svar

  Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna greinargerð um erindið að því er varðar lóð nr. 5.   Skipulags- og byggingarráð getur ekki metið hvort erindið er varðar lóð nr. 7 er í samræmi við gildandi skipulag nema nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um fyrirhugaða gerð þess húss sem ætti að koma í staðinn.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032501