Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, árið 2011, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1655
23. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
12. liður úr fundargerð SBH frá 15.febr.sl. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að gjaldskrá fyrir skipulags - og byggingarmál í samræmi við 3. mgr 20. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. og 53. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Frestað á síðasta fundi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs. Forseti leiðrétti misritun í fundargerð skipulags- og byggingaráðs en vísa átti tillögunni til bæjarstjórnar en ekki bæjarráðs.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir annar varaforseti tók við stjórn fundarins. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa.