Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð FRÆH frá 14.febr. sl.
Fræðsluráð vísar eftirfarandi til bæjarstjórnar:
„Reglur um greiðslur til einkarekinna leikskóla og skilyrði greiðslu
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að niðurgreiða í ellefu mánuði á ári leikskóladvöl barna í leikskólum sem ekki eru reknir af Hafnarfjarðarbæ. Bæjarstjórn ákveður fjárhæð hverju sinni, að fenginni tillögu fræðsluráðs.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
• ?Að barnið eigi lögheimili í Hafnarfirði.
o Að barnið sé á aldrinum tveggja til sex ára á því ári sem það fær leikskólavist. Þetta ákvæði á ekki við yngri börn sem
hafa fengið leikskólavist þegar þessar reglur taka gildi.
• Að ekki sé laust sambærilegt rými í leikskólum Hafnarfjarðar
• ?Að leikskóli hafi rekstrarleyfi og uppfylli lög um leikskóla.
• ?Að barnið sé slysatryggt í leikskólanum.
• ?Að barnið dvelji 4-8 klst. daglega í leikskólanum.
Mánaðarlega niðurgreiðslu skal miða við dvalartíma barns með eftirfarandi hætti: Almenn niðurgreiðsla kr. 6.700,- á dvalartíma.
• ?4 stunda dvöl kr. 26.800
• ?5 stunda dvöl kr. 33.500
• ?6 stunda dvöl kr. 40.200
• ?7 stunda dvöl kr. 46.900
• ?8 stunda dvöl kr. 53.600
Til þess að öðlast rétt til frekari afsláttar verður horft til tekna foreldra sem grundvallast á framlagðri skattskýrslu og eða launaseðlum síðustu þriggja mánaða.
Tekjuviðmiðin sem lögð eru til grundvallar eru eftirfarandi:
• ?Einstaklingur með tekjur undir kr. 204.500 fái 40% afslátt.
• ?Einstaklingur með tekjur undir kr. 245.400 fái 20% afslátt.
• ?Fólk í sambúð með tekjur undir kr. 286.300 fái 40 % afslátt.
• ?Fólk í sambúð með tekjur undir kr. 343.560 fái 20 % afslátt.
Niðurgreiðsla miðuð við 20% afslátt er kr. 8040, á dvalartíma
• ? 4 stunda dvöl kr. 32.160
• ?5 stunda dvöl kr. 40.200
• ?6 stunda dvöl kr. 48.240
• ?7 stunda dvöl kr. 56.280
• ?8 stunda dvöl kr. 64.320
Nið Niðurgreiðsla miðuð við 40% afslátt er kr. 9380, á dvalartíma.
• ? 4 stunda dvöl kr. 37.520
• ? 5 stunda dvöl kr. 46.900
• ? 6 stunda dvöl kr. 56.280
• ?7 stunda dvöl kr. 65.660
• ?8 stunda dvöl kr. 75,040
ForelForeldrar sem eiga tvö börn eða fleiri í leikskóla skulu njóta systkinaafsláttar eins og gildir í leikskólum Hafnarfjarðar.
Greitt er samkvæmt reikningi þar sem fram kemur nafn barns, kennitala, heimilisfang og dvalartími ásamt staðfestingu foreldris/forráðamanns.
Gildir frá og með 1. mars 2011“