Uppsagnir starfsmanna, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3282
17. febrúar, 2011
Annað
Svar

Fyrirspurn um uppsagnir starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar Á bæjarstjórnarfundi 9. febrúar sl. var vikið að nýlegum uppsögnum hóps starfsmanna bæjarins og boðað að frekari upplýsinga yrði óskað um þær, sem hér er gert. Ekki er lengur deilt um erfiða fjárhagsstöðu bæjarins og eru fyrrgreindar aðgerðir liður í að bregðast við henni núna.  Bæjarfulltrúar hafa þó almennt lítið verið upplýstir um þessar aðgerðir og hér er óskað eftir að bæjarstjóri veiti bæjarfulltrúum upplýsingar um eftirfarandi: Óskað er eftir heildstæðum lista yfir þau störf þar sem kom til uppsagna, upplýsinga um hvernig þeim verður sinnt í framhaldinu og upplýsinga um hvernig þjónusta mun breytast, eftir því sem það á við. Óskað er upplýsinga um hvaða viðmið voru lögð til grundvallar við ákvarðanir um uppsagnir. Hvernig skiptast þeir starfsmenn sem misstu störf sín, eftir kyni, aldri og starfsaldri? Voru áður skoðaðir kostir á, eða boðið, að semja við starfsmenn sem nálguðust eftirlaunaaldur um flýtingu starfsloka, sem valkost við að segja upp öðru starfsfólki? Hvernig var samráði og undirbúningi háttað áður en að uppsögnum kom, gagnvart þeim starfsmönnum sem áttu í hlut? Hefur Hafnarfjarðarbær komið til móts við þá starfsmenn sem misstu störf sín með stuðningi við að takast á við breytingar og atvinnuleit, og þá hvernig? Hver er áætluð heildarhagræðing vegna þessara aðgerða, á þessu ári og því næsta? Má búast við frekari uppsögnum fastráðinna starfsmanna á árinu, vegna hagræðingar? Kristinn Andersen (sign)
Valdimar Svavarsson (sign)