Bæjarráð gengur að kröfu orlofsnefndarinnar en ítrekar bókun sína frá 26.8. 2010.
Bæjaráð telur að lögin um orlof húsnæðra nr. 53/1972 séu úrelt og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, nútíma jafnréttissjónarmið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ofangreindu sjónarmiði á framfæri m.a. við Alþingi og Samband ísl. sveitarfélaga.