Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að afgreiðslu hennar verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu tillögunar og leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á að vegna erfiðs fjárhags Hafnarfjarðarbæjar og að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki á fjárhagsáætlun lögðu bæjarfulltrúar flokksins til í janúar síðastliðnum að áform um að flytja kennslustofurnar frá Hjallabraut að Völlum yrðu endurskoðuð. Lagt var til að leitað yrði annarra leiða til lausnar húsnæðismálum leik-og grunnskóla í Vallahverfi og lögð áhersla á að nýta betur annað húsnæði í eigu bæjarins í því skyni. Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi bókun: Það vekur undrun að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins velji þann kost að taka ekki afstöðu til þeirra tillagna sem hér eru lagðar fram og miða að því að leysa húsnæðismál leik- og grunnskólabarna og eru unnar í nánu samstarfi og góðri sátt við bæði foreldra- og skólastjórnendur viðkomandi skólastofnana. Ekki hafa komið fram neinar raunhæfar tillögur frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem miða að því að leysa málið með öðrum hætti