Skólavogin
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1815
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
4.liður frá fundi fræðsluráðs 7.nóvember sl. Þróunarfulltrúi kynnir niðurstöður Skólavogarinnar 2017-2018 fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna.
Fulltrúar minnihluta í fræðsluráði leggja fram svohljóðandi bókun: Skólavogin er mikilvægur þáttur fyrir skólastjórnendur og skólaskrifstofur til að nýta sér er kemur að innra mati skólanna. Skólapúlsinn gefur vísbendingar um þróun mála í skólanum og gera öllum kleift að beina úrbótum þar sem mestur árangur hlýst af.
Í niðurstöðu nýjustu könnunar Skólavogarinnar fyrir 2017 og 2018 vegna grunnskóla landsins kemur í ljós að grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar fá mun lakari útkomu í heild heldur en þegar sambærileg könnun var gerð fyrir tveimur árum síðan. Þá segir að grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar séu í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem eru með óhagstæðustu útkomuna í 18 af 25 matsþáttum. Hér er sérstaklega vísað til vinnuaðstæður kennara, faglegan stuðning skólastjóra og valddreifingu við ákvarðanatöku.
Að mati okkar er þetta dapurleg niðurstaða fyrir sveitarfélag sem vill vera í fremstu röð og leggum við áherslu á að fræðsluskrifstofa og allt fræðsluráð sameinist um að styrkja þá þætti sem koma hvað lakast út, ásamt því að halda áfram að bæta úr þeim þáttum sem koma vel út. Gerum það að sameiginlegu markmiði okkar allra að Hafnarfjarðarbær verði með bestu niðurstöðu allra sveitafélaga þegar kemur að næstu könnun.
Svar

Málið tekið til umræðu.

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Einnig tekur til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

Til máls tekur Friðþjóur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi bókun og fyrirspurn:

"Fyrirspurn bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:
Fyrir skömmu komu fram upplýsingar um að hlutfall réttindikennara í hafnfiskum skólum væri hvað lægst af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins Seltjarnarnes fær lakari útkomu en Hafnarfjörður.

Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar úr starfsmannakönnun í skólum og sem fram koma í Skólavoginni, upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög.

Hafnarfjarðarbær fær nokkuð lakari útkomu í heild nú en þegar starfsmannakönnunin var gerð fyrir tveimur árum og er í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem eru með óhagstæðustu útkomuna í 18 af 25 matsþáttum. Lökust er útkoman hvað varðar vinnuaðstæður kennara, faglegan stuðning skólastjóra og valddreifingu við ákvarðanatöku. Niðurstöður kaflans um starfsumhverfi kennara eru mun lakari en fyrir tveimur árum og bærinn þar í öllum nema einum þætti í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem hafa hvað lakasta útkomu.

Rétt er að geta að marktækur munur er þó milli hafnfirsku skólanna. Þannig koma Áslandsskóli, Skarðshlíðarskóli og Öldutúnskóli áberandi best út úr könnuninni.

Spurningar:
1. Telja skólayfirvöld að bregðast þurfi sérstaklega við þessum upplýsingum umfram það sem þegar hefur verið gert?
2. Ef svo er, hvernig hyggast fræðsluyfirvöld bregðast við þessum upplýsingum til að snúa þessari þróun við?
3. Telja fræðsluyfirvöld ástæðu til að bregðast skjótt við þessum niðurstöðum?

Umræðum lokið.