Fyrirspurn
Húsið er á byggingastigi 4 en tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 14.04.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri skráði sig af verkinu árið 2008, en byggingu þess var lokið án þess að nýr byggingarstjóri væri skráður á verkið, sem er brot á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.03.11 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna og sækja í framhaldi af því um lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 11.01.12 og gerði eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.