Drekavellir 4, byggingarstig
Drekavellir 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 473
14. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Húsið er á byggingastigi 4 en tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 14.04.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri skráði sig af verkinu árið 2008, en byggingu þess var lokið án þess að nýr byggingarstjóri væri skráður á verkið, sem er brot á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.03.11 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna og sækja í framhaldi af því um lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 11.01.12 og gerði eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 30.01.13 eigendum enn 2 vikur til að bregðast við erindinu. Að öðrum kosti mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur, kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 15.09.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki verið ráðinn og sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197712 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075355