Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 281
6. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 23.08.11 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Að kröfu Skipulagsstofnunar 29.08.2011 var jafnframt lögð fram til samþykktar bæjarstjórnar greinargerð sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um umhverfissjónarmið og athugasemdir á auglýsingatíma og var hún samþykkt samhliða skipulagstillögunni.
Svar

Lagt fram.