Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 280
23. ágúst, 2011
Samþykkt
‹ 9
10
Fyrirspurn
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins dags. 08.04.2011 og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010."