Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð SBH frá 12. apríl sl. Tekin til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 dags. 08.04.11 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbrautinni á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, óveruleg breyting á aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 dags. 08.04.11 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbrautinn á lóð álversins og að málsmeðferð verði skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, óveruleg breyting á aðalskipulagi."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.   Forseti tók við fundarstjórn að nýju.