Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 324
11. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu umfang aksturssvæðis í landi Skógræktar ríkisins við Krýsuvíkurveg. AÍH hefur leitað eftir samkomulagi við Skógrækt ríkisins um afnot af landi í samræmi við greinargerðina. Skógrækt ríkisins óskar eftir að vita afstöðu Hafnarfjarðarbæjar til málsins.
Svar

Formaður og umhverfisfulltrúi skýrðu frá heimsókn til forsvarsmanna akstursíþróttafélagins.
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við að gerður verði samningur við Skógrækt ríkisins vegna tímabundinna afnota af landi hennar við Krýsuvíkurveg fast að núverandi akstursíþróttasvæði, enda sé stór hluti þess þegar raskað hraun. Það er þó, með þeim fyrirvara að allrar varúðar sé gætt við framkvæmdir í óröskuðu hrauni og þess gætt að lágmarka rask þar sem þess gerist ekki þörf. Framkvæmdin er deiliskipulagsskyld og er akstursíþróttafélaginu heimilað að láta vinna deiliskipulag að svæðinu á sinn kostnað.