Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH lagði inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust og var tillagan samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 19.05.15 og bæjarstjórn Hafnarfjarðar 27.05.15 ásamt samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. - Í ljós kom hins vegar að formgalli var á fyrri auglýsingu og var hún því auglýst að nýju með athugasemdafresti til 29.07.15. Engar athugasemdir bárust. - Í áliti Skipulagsstofnunar í tölvupósti dags. 30.07.15 kom fram að "samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga væri ekki skylt að taka tillöguna fyrir að nýju í sveitarstjórn en í erindi til stofnunarinnar þurfi að koma fram að við fyrri auglýsingu hafi borist athugasemdir sem hafi verið svarað." Í símtali við Skipulagsstofnun 31.08.15 er hins vegar gerð krafa um það tillagan verði tekin til umfjöllunar að nýju.
Auglýsingatíma er nú lokið og engin athugasemd barst í þessari atrennu, hins vega bárust athugasemdir á fyrri stigum málsins og hefur þeim verið svarað.