Endurfjármögnun lána
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3300
6. október, 2011
Annað
Fyrirspurn
Gerð grein fyrir stöðunni.
Svar

Til upplýsinga.
Bæljarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að hafin verði vinna við að gera raunhæfa áætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ til að mæta skuldbindingum sínum og á sama tíma uppfylla skyldur sveitafélagsins um lögboðna þjónustu til íbúanna.
Færustu sérfræðingar yrðu fengnir til gera fjárhagslega endurskipulagningu á heildarskuldbindingum Hafnarfjarðarbæjar og hefja vinnu við að endursemja við kröfuhafa um uppgjör skulda sveitarfélagsins. Í slíku uppgjöri yrði gerð heildstæð áætlun um raunhæfa greiðslugetu bæjarfélagsins, bæði í fjárhagslegu og lagalegu tiliti en mikilvægt er að lánadrottnum verði ekki mismunað í slíku uppgjöri.
Auk fjárhagsskoðunar fari fram lögfræðileg skoðun á öllum þeim möguleikum sem bærinn hefur til þess að semja við kröfuhafa sína af hálfu lögmanna sem hafa reynslu af slíkum víðtækum samningum."

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í bókun Sjálfstæðisflokksins felast tillögur að verkefnum sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði bæði í fjárhagslegu og lagalegu tilliti, af stjórnendum bæjarins og í samráði við færustu sérfræðinga landsins á viðkomandi sviðum."